hvað kemur kínverjum við hvað við gerum ?

síðast þegar ég vissi þá vorum við enn sjálfstæð þjóð, hvað í andskotanum kemur kínverjum við hverjum við bjóðum til landsins og ræðum við ?

Dalai Lama er friðarsinni og mjög virtur sem slíkur, að fá hann í heimsókn er mikill heiður og ef kínverjar eru ósáttir þá meiga þeir pakka þessum sendiherra sínum niður og senda hann aftur til Kína.

við erum ekki að gera neina viðskiptasamninga við Dalai Lama og enn síður erum við að fara í stjórnmálasamband við manninn, við erum einfaldlega að bjóða heimsfrægum friðarsinna í heimsókn sem telst mjög eðlilegt þar sem íslendingar eru yfirlýstir friðarsinnar og höfum alltaf verið í efstu sætum yfir friðsamlegustu þjóðir í heimi.

að sendiherra Kína skuli fara á fund ráðamanna að mótmæla og jafnvel hóta okkur einhverju er ekki ásættanlegt.

ef utanríkisráðherra er með bein í nefinu þá veitir hann sendiherra Kína skriflega áminningu fyrir að skipta sér af utanríkismálum Íslands og með þeirri áminningu á að fylgja að endurtaki þetta sig þá verði honum vísað úr landi eða ákærður fyrir landráð eða eitthvað annað sem hægt væri að klína á hann.

þrátt fyrir að íslendingar hafi gert stóra viðskiptasamninga við kínverja þá eru þeir samt ekki það stórir að þeir séu nauðsynlegir fyrir okkur, sennilega hafa þeir bara áhrif á veskið hjá örfáum hlutafjáreigendum sem koma okkur ekki við.

frekar vildi ég taka upp samstarf við Tíbet, Nepal og Taiwan, við höfum sennilega mikið meira þangað að sækja en til kína.


mbl.is Óljósar fregnir af sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
get allt, veit allt, lykta miklu betur heldur en fúll á móti ;)
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband