hún er ekkert uppseld

ég rölti milli bókabúða í dag í leit að jólagjöfum og tók eftir að það er nóg til af þessari bók í flestum verslunum, að senda út frétt um að hún sé uppseld er bara sölutrikk og ekkert annað.

hún er kannski búin í prentsmiðjunni, en það þýðir ekki að hún sé uppseld, það er bara búið að selja upplagið til smásalanna sem eiga svo eftir að reyna að pranga þessari áratugagömlu og löngu úreltu sögu uppá fólk... að einhver skuli nenna að lesa þessa sögu í dag.....

hellingur af þessari bók í Office 1 í kringlunni td.


mbl.is Pollýanna uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stendur í fréttinni að bókin sé uppseld hjá útgefanda. En þú hefur náttúrlega ekki fyrir því að lesa fréttina áður en þú ferð að blaðra út í loftið. Það er hvergi nema í hausnum á þér að bókin sé uppseld í bókabúðum. Hvernig væri nú að leiðrétta þetta gaspur? Eða finnst þér það ekki skipta máli?

Bókafélagið Ugla ehf, 3.12.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

ég hef ekkert til að leiðrétta, í fréttinni er sagt "eftir að hafa verið ófáanleg um tveggja áratuga skeið, er þegar uppseld."

í þessari setningu er hvergi minnst á útgefendur eða prentsmiðjur þannig að lesendur fréttarinnar tengja þetta beint við smásalana, það er nú þar sem fólk kaupir bækurnar.

hugtakið uppseld á ekki við um upplag birgja heldur um upplag smásala því varan er ekki uppseld fyrr en neytandinn getur ekki keypt hana lengur. þar sem þú skrifar í nafni bókafélags þá ættir þú að vita það, allavegna lærði ég það þegar ég lærði upplýsinga og fjölmiðlafræði.

Daníel Sigurðsson, 4.12.2008 kl. 12:12

3 identicon

Fréttin hlýtur að standa í heild sinni. Þú getur ekki ætlast til að minnst sé á útgefendur í hverri málsgrein.

"hugtakið uppseld á ekki við um upplag birgja heldur um upplag smásala því varan er ekki uppseld fyrr en neytandinn getur ekki keypt hana lengur"

Hvar fannstu þessa skilgreiningu á hugtakinu uppselt?

Ef vara er uppseld hjá einum smásala má hann þá ekki segja að varan sé uppseld þar sem neytandinn getur keypt hana annars staðar?

Karma (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:45

4 identicon

Laukrétt. Karma hefur lög að mæla. Ótrúleg þvermóðska að geta ekki viðurkennt að þú hefur hlaupið á þig. Því miður er alltof mikið af svona apaköttum á blogginu, fólki sem er síblaðrandi um það sem það hefur ekki hundsvit á og reynir að slá sjálft sig til riddara á annarra kostnað.

Bókafélagið Ugla ehf, 4.12.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

ótrúlegt að apakettir frá bókaútgefanda skulu láta svona frá sér á opnum vettvangi og þora svo ekki að skrifa undir orð sín með nafni... svo er hvergi sjáanlegt á vefsíðu bókafélagsins Uglu hver er ábyrgðamaður félagsins né nokkuð annað í þeim dúr.

ég hljóp ekki á mig, neytandinn verslar ekki vöruna hjá útgefanda, framleiðanda eða heildsala, heldur hjá smásala, að útgefandi sé búinn að dreifa sínu upplagi til smásala þýðir ekki að varan sé uppseld, bara það að dreifing hefur gengið vel.

að neytandinn geti ekki keypt vöruna hjá smásalanum þýðir að varan sé uppseld, þar af leiðandi er það smásalinn sem notar hugtakið "uppseld" og heildsalinn notar önnur hugtök eins og "dreifingu er lokið" "lagerinn er tómur" eða eitthvað annað.

til að vara sé uppseld þá þarf að SELJA hana... nánast allir smásalar í gegnum tíðina (bókabúðir) hafa selt í umboðssölu eða í gegnum reikning hjá útgefanda, svo þegar vertíðin er búin þá skilar smásalinn því sem ekki seldist.

það er ekki sala, og því getur varan ekki selst upp.

mæli með því að þið hjá bókaútgáfunni Uglunni lærið eitthvað í sambandi við rekstur á fyrirtæki og eðli viðskipta áður en þið farið að rífa ykkur á netinu á annarra manna blogsíðum.

og til að svara Karma : ef smásalinn klárar vöruna hjá sér og getur ekki fengið meira frá birgja þá má hann að sjálfsögðu segja að varan sé uppseld hjá honum.

það er bara útgefandinn sem getur ekki auglýst vöruna uppselda þar sem hann er ekki að selja hana til neytenda, það kallast fölsk auglýsing og sýnir bara að þeim aðila er ekki treystandi í viðskiptum....

Daníel Sigurðsson, 8.12.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
get allt, veit allt, lykta miklu betur heldur en fúll á móti ;)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband