29.3.2007 | 20:07
dómur Héraðsdóms
það var ég sem rak þetta mál fyrir Héraðsdómi og er aða vinna í áfrýjun.
hér eru staðreyndir málsins :
1. það var aldrei gert neitt tilboð.
2. það var beðið um áætlun vegna nýlagna sem var veitt, og skýrt tekið fram að um áætlun væri að ræða en ekki tilboð.
3. í áætluninni var ekki innifalin vinna við að fjarlægja eldri lagnir þar sem ekki var hægt að sjá lagnirnar til að gera tilboð í þann verkþátt.
4. reikningurinn sem var skrifaður var eingöngu vegna tímavinnu við að fjarlægja eldri lagnir og leggja í eitt baðherbergi, restin af nýlögnunum var aldrei unnið.
5. reikningurinn var skrifaður samkvæmt verðskrá sem er öllum aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins og sem viðskiptavinurinn hafði fulla vitneskju um.
6. allir liðir reikningsins voru samkvæmt verðskrá með VSK. en sundurliðaðir á reikningnum og VSK haldið sér.
7. viðskiptavinurinn vildi fá málið fyrir dóm til að reyna að sleppa við að greiða reikninginn, eftir mikla leit fundust nokkur önnur mál frá þessum sama aðila þar sem hún reyndi að sleppa við að greiða reikninga með því að fara fyrir dómstóla með þá.
og þá er komið að dómnum...
í dómnum segir að ekki sé heimilt að bæta virðisauka ofan á vinnuliði og aðra liði, semsagt á reikningnum skuli allar tölur innihalda VSK.
reikningurinn var skrifaður út úr löggiltu bókhaldskerfi sem uppfyllir reglugerð 598/1999 þar sem kerfið færir allar upphæðir án VSK og reikanr síðan heildar VSK sér neðst á reikningi, ásamt heildarupphæð með VSK.
þannig að dómur Héraðsdómara stangast á við þau bókhaldsforrit sem seld eru hér á landi samkvæmt reglugerð 598/1999.
í dómnum segir að ekki teljist sanngjarnt að viðskiptavinurinn sé rukkaður um hærri upphæð fyrir efni en það sem verktakinn borgaði.
verktakinn eyðir mörgum árum í að byggja upp viðskiptavild hjá ákveðnum birgja, og fær umbun fyrir í afslætti, af hverju á viðskiptavinur sem verslar einusinni við verktakann að njóta þeirra kjara ?
einnig er ekki heimilt að rukka vinnu fyrir að útvega efni ef lagt er á efnið. en samkvæmt neytendalögum þá má ekki heldur selja vöru eða þjónustu hærra verði en telst sanngjarnt,
þannig að ef pípari þarf að fara úr grafarvogi kl 16 á föstudegi og keyra inn í Hafnarfjörð að sækja eithvað ákveðið stykki sem fæst ekki annarstaðar, og stykkið kostar ekki nema 100kr í búðinni
það tekur verktakann allt að 2 tímum að komast báðar leiðir, og þarf því að selja þetta 100kr stykki á því verði sem 2 tímar + aksturinn + stykkið kosta, meðalkaup iðnaðarmanna er um 4700kr með VSK, og algengt er að rukkað sé 200-2500kr fyrir akstur, þannig að þetta 100kr stykki yrði selt á um 12.000 kr til að standa undir kostnaði, það er ekki heimilt samkvæmt neytendalögum, þannig að hver á að borga ?
ekki fara iðnaðarmenn í svona ferðir frítt, svo það endar á að kúnninn er sendur í ferðina á eigin vegum á meðan iðnaðarmaðurinn bíður á fullum launum, og svo kemur kúnninn með vitlaust stykki og þarf að fara í aðra ferð...
dómstólar eiga EKKI að skera úr um hvað telst sanngjarnt og hvað ekki, þeir eiga eingöngu að skera úr um lögmæti hluta, hvað er rétt oh hvað er rangt, löglegt og ólöglegt, það er hvergi túlkað í lögum hvað er sanngjarnt og þá er dómaranum gefið persónulegt vald til að meta hlutina frá eigin forsendum, það er EKKI samkvæmt lögum.
í þeim gögnum sem lögð voru fram voru reikningar fyrir efni, í verðáætlun var gefin upp ákveðin tala MEÐ VSK sem var samþykkt með tölvupósti, á reikningnum kom nákvæmlega sama tala fram, en sundurliðuð þannig að talan var lægri sem nemur VSK sem kom svo neðst á reikningnum.
samkvæmt dómnum ber verktaka að lækka efnisliðinn sem nemur öllum afslætti verktakanns og öllum VSK sem verktakinn greiddi þegar efnið var keypt.
þannig að dómurinn skyldar verktakann til að selja vöru ÁN VSK sem brýtur gegn lögum nr 50/1988 þar sem segir að þessi þjónusta sé virðisaukaskattskyld.
einnig segir dómurinn að ekki sé heimilt að rukka fyrir akstur, þetta verk var uppí Kollafirði, hvernig átti verktakinn að komast þangað án þess að vera akandi ?
ekki átti verktakinn að keyra þessa leið dag eftir dag á eigin kostnaði ? ef svo er þá geta allir sem búa lengra en í göngufæri við heimili verktaka gleymt því að fá þjónustu.
dómurinn segir einnig að ekki sé heimilt að rukka verkfæragjald af vélum í eigu verktaka, dómarinn kannaði ekki hvort umræddar vélar væru í eigu verktaka eða leiguvélar, en flestar vélar sem verktakinn hafði til umráða í þessu verki voru ekki í eigu verktakans.
niðurstaðan ;
reikningurinn þarf að bakfærast og færast aftur án VSK, sem er ólöglegt samkvæmt lögum nr 50/1988
viðskiptavinurinn á samt að greiða verktakanum rúmar 26000kr sem voru eftirstöðvarnar þegar búið var að draga af allan virðisauka, afslátt, akstur og verkfæragjald.
dómurinn féll 20. janúar, viðskiptavinurinn hefur enn ekki greitt reikninginn....
ríkisskattstjóri hefur haft dóminn síðan 20. janúar og verið krafinn um leiðbeiningar hvernig hægt er að uppfylla dóminn og færa reikninginn án VSK, en ríkisskattstjóri neitar að veita þær upplýsingar.
þeirra túlkun er að lækka skuli tímakaup vegna vinnu þannig að lækkunin á reikningnum falli þar inní og VSK þátturinn standi óbreyttur.
vinnuliðurinn var 175.000 kr án VSK, sem var fyrir 50 tíma vinnu. reikningurinn var uppá 874.000kr og hafði verið greitt inná reikninginn 520.000kr, þannig að eftirstöðvarnar voru 354.000kr
samkvæmt dómi þá átti viðskiptavinurinn að greiða 26.093kr sem þýðir lækkun uppá 327.907kr. og ef tímakaupið er lækkað sem því nemur þá er verktakinn að borga viðskiptavininum 152.907kr fyrir að fá að vinna verkið.
það þýðir að verktakinn greiðir 3058.14kr á tímann fyrir að fá að vinna, sem er brot á kjarasamningum þar sem eitt aðal ákvæði allra kjarasamninga er að ekki er heimilt að lækka launataxta starfsfólks, hvað þá að snúa þeim við og rukka starfsfólkið fyrir að mæta í vinnuna.
ekki er hægt að lækka efnisliðinn til að fella þessa upphæð þar inní þar sem þetta er upphæðin sem verktakinn þurfti sjálfur að borga fyrir efnið, ásamt því að verktakinn þurfti líka að borga VSK af efninu sem ekki mátti innheimta samkvæmt dómi.
fyrir utan augljós lögbrot dómarans að dæma verktakann í að fremja ýmis skattalaga og bókhaldsbrot þá er eitt aðal atriðið í þessum dómi að ekki megi selja efni með álagningu ef rukkuð er tímavinna fyrir útvegun.
dómarinn miðar allan dóminn við það sem hann kallar tilboð og má ekki víkja út frá því samkvæmt neytendalögum.
stæðsta atriðið í þessu svonefnda tilboði var efnið, sú krónutala sem var nefnd í tilboðinu með VSK var nákvæmlega sama krónutalan og var rukkað fyrir, og sama krónutalan sem viðskiptavinurinn hafði samþykkt skriflega, samt dæmir dómarinn að sá liður tilboðsins standst ekki og breytir honum að eigin geðþótta án þess að hafa heimild til þess í lögum, hann vitnar í neytendalög og breytir tilboðinu, samt er skýrt í neytendalögunum um að tilboðið skuli standa.
að héraðsdómari skuli dæma gegn helstu tekjulind ríkisins sem byggist á lögum um Virðisaukaskatt er öllum þeim lögfræðingum sem lesið hafa dóminn óskiljanlegt.
þá hef ég komið mínu sjónarhorni á framfæri.
Daníel Sigurðsson
framkvæmdastjóri.
Óheimilt að bæta virðisaukaskatti ofan á tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Daníel Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.