ósmekkleg mynd við fréttina

hvernig væri að sleppa því að sýna svona myndir á opnum miðli sem börn geta skoðað ?

svona mynd væri bönnuð innan 16 ára ef hún væri leikin í kvikmynd en þetta er raunverulegt fólk sem liggur þarna látið og börnin horrfa yfir öxlina á manni þegar maður er að skoða fréttirnar...

þarf maður að fara í felur með tölvuna eða skrá mbl.is í netnanny eins og svæsnu klámsíðurnar og hitt ruslið sem er á netinu til að börnin sjái ekki þennan óþverra.

fyrir utan það að nú eru jól og það vill örugglega enginn sjá svona myndir, fréttin er nóg !


mbl.is „Óverjandi aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Þetta er bara mynd af því sem er að gerast þarna. Þetta ERU hræðilegir hutir að gerast og við verðum að horfast í augu við það og gera eitthvað í því. Við eigum ekki að líta undan og þegja. Svona er óþverrinn og viðbjóðurinn sem ísraelar standa fyrir og þeir segja það þetta sé rétt byrjunin og við verðum að gera eitthvað ANNAÐ en að kvarta yfir ljótum fréttum!

Margrét Ingadóttir, 27.12.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

ef það birtust aldrei myndir við svona fréttir þá myndu þær ekki hafa jafn mikil áhrifa á annars. Myndir segja oft meira en mörg orð en ég leyfi mér að efast um að krakkar eyði tíma sínum í að skoða fréttasíður í frístundum... en ef mér skjátlast þá eiga foreldrar bara að passa betur upp á krakkana.

Björgvin Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

ps. þú segir: fyrir utan það að nú eru jól og það vill örugglega enginn sjá svona myndir, fréttin er nóg!

Þessu fólki var slátrað þrátt fyrir að jólin séu í gangi og frá því þarf að segja og sýna ljósmyndir því til staðfestingar.

Björgvin Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ef við fengjum reglulega  myndir einsog þessa sem sýna hvernig ástandið er þarna í raun og veru, þá myndum við kannski gera eitthvað í málunum.

María Kristjánsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það getur verið snúið hvort birta eigi myndir af voðaatburðum. Hér í New York voru teknar ógrynni mynda af 911. Vegna aðstandenda hættu fjölmiðlar að sýna ýmsar þeirra, m.a. þær sem sýna hrapandi fólk.

Svo er nú líka hitt, að ef ekki eru sýndar myndir úr stríðum, þá gætu sumir menn haldið að stríð sé eitthvað göfugt. Sem það er sannarlega ekki. Svona myndir geta því gert sitt gagn þó ég sé sammála að börn eigi kannski ekki að skoða, fyrr en komið er á unglingsaldur. 

Ólafur Þórðarson, 28.12.2008 kl. 03:24

6 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Það hefði verið ósmekklegt ef mynd sem ekki tengdist atburðinum hefði verið birt, þessi mynd sýnir bara raunveruleikann í sinni verstu mynd og ætti kannski að hreyfa eitthvað við fólki sem áttar sig ekki á því hvað er að gerast í þessum heimshluta.Þetta er svo fjarri okkur að við erum búin að gleyma þessu um leið og myndin hefur runnið hjá, þannig er því miður raunveruleikinn hjá okkur.. ps: María við fáum svona myndir reglulega og ekkert gerist

Ólafur Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 11:43

7 Smámynd: Daníel Sigurðsson

málið er að það skiptir engu hvað er birt mikið af myndum hérna af stríðum erlendis, það er stefna Íslensku þjóðarinnar að skipta sér ekki af stríðum og taka ekki afstöðu með eða móti stríðandi fylkingum, þannig höldum við hlutleysi okkar og erum marktæk á öðrum vettvangi, og í leiðinni verðum við ekki skotmörk stríðandi fylkinga..

þannig að það má alveg sleppa því að birta svona myndir á forsíðu mbl, ef fólk vill skoða þetta þá geta blaðamenn mbl.is sett hlekk á myndina með viðvörun um efni hennar.

Daníel Sigurðsson, 28.12.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
get allt, veit allt, lykta miklu betur heldur en fúll á móti ;)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband