hún er ekkert uppseld

ég rölti milli bókabúða í dag í leit að jólagjöfum og tók eftir að það er nóg til af þessari bók í flestum verslunum, að senda út frétt um að hún sé uppseld er bara sölutrikk og ekkert annað.

hún er kannski búin í prentsmiðjunni, en það þýðir ekki að hún sé uppseld, það er bara búið að selja upplagið til smásalanna sem eiga svo eftir að reyna að pranga þessari áratugagömlu og löngu úreltu sögu uppá fólk... að einhver skuli nenna að lesa þessa sögu í dag.....

hellingur af þessari bók í Office 1 í kringlunni td.


mbl.is Pollýanna uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

íslandsmeistaramót í karate

er að fara að keppa á morgun, vonandi í þyngsta flokknum +84kg, er alveg á mörkunum...

svo kemur bara í ljós hversu lélegur ég verð.....

og svo beint á djammið eftir keppni, furðuhattaball með sóló....


ferðalög...

núna ætti ég að vera einhverstaðar í Suður Evrópu að leika mér, í staðinn er ég hér á klakanum að vinna og þór bróðir er í London að skemmta sér í ferðalaginu mínu.....

en til sárabótar þá fékk ég Beolab 5 hátalarana mína síðustu helgi þannig að ég hef eitthvað að gera á meðan :)

afmæli eftir 4 daga þannig að ég set nýja færslu inn síðar..


hraðinn skiptir ekki máli..

það er talað um að flutningsgeta Danice verði um 5000 Gbit/s en Farice beri 720 Gbit/s

hvernig væri að nýta þessi 720 Gbit/s áður en lagður er nýr strengur ?

í dag er Síminn með 155Mbit/s í Farice og Vodafone er með 155Mbit/s í farice, það gera 310Mbit/s sem er nýtt af flutningsgetu Farice..

 720000Mbit / 310Mbit gera 1/2322 af mögulegri flutningsgetu eða 0.00043% af hámarks flutningsgetu Farice.

 hvernig væri að nýta td. 25% af flutningsgetu Farice fyrir internetsamband til útlanda, það myndi þýða 180Gbit/s flutningsgetu, sem væri 580 földun á núverandi nýtingu.

 ef Danice væri fullnýttur fyrir internet traffík til útlanda þá fengi hvert mannsbarn á Íslandi 16Mbit/s tengingu við útlönd algjörlega ótakmarkaða, en í dag er verið að selja manni 20Mbit tengingu gegnum ljósleiðara, en maður verður að deila 155Mbit/s tengingu með 20.000 öðrum notendum HIVE, þannig að ef allir eru að nýta tenginguna sína þá væri raunhraði aldrei meiri en 7Kbit/s

 

 þetta einokunarkjaftæði hjá FarIce sem er í meirihluta eigu Símans , Ríkisins og Vodafone er stórfurðulegt... þeir hafa verðið fáránlega hátt til að aðrir viðskiptavinir kaupi sig ekki inná strengin og byrji með samkeppni, en vegna verðsins þá geta þeir sjálfir ekki keypt meiri bandvídd...

 hvernig væri að lækka verðið, leyfa samkeppnisaðilum að komast inná strenginn en reyna í staðinn að bæta þjónustuna við viðskiptavini til að halda þeim, þjónustan vegur þyngst þegar ákvörðun er tekin um föst viðskipti við eitt fyrirtæki...


mbl.is Samið um lagningu nýs sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kann enginn að prófarkalesa ?

það er óþolandi hvað blaðamenn mbl eru lélegir í stafsetningu og málfræði, og þeir geta ekki einu sinni lagt það á sig að skrifa nöfn rétt.

þrátt fyrir að lyklaborðið hjá mér sé bilað og það á til að setja nokkur aukastykki af sumum stöfum, og sleppir því stundum að setja suma stafi, og meirasegja setur það stundum ranga stafi, þá get ég nú samt skrifað á þolanlegri íslensku, ég les einfaldlega yfir það sem ég skrifa áður en ég sendi það frá mér.

 en í sambandi við Guðlastið hjá blaðamanninum þá heitir dýrasti bíllinn sem er í "sölu" hjá Sparibill.is Bugatti Veyron... það er VEYRON ekki VERON, að hafa þetta nafn ekki rétt eftir er eins og fyrir prest að nefna rangt nafn á barni undir skírn.

Bugatti Veyron

best að skella mynd af tækinu í bloggið þar sem blaðamaður gat ekki einusinni birt mynd af dýrasta bílnum, heldur sýnir hann mynd af Lamborghini Gallardo.


mbl.is Dýrasti lúxusbíllinn á 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

heppinn !

betra að vakna upp á krufningarborðinu en að vakna eins og ein kona fyrir nokkrum árum þegar starfsmaður líkhússins var að fá sér sjortara á henni...

 samt heldur óþægileg vakning, búið að rista hann á kvið þegar hann vaknar...

fyrsti skurðurinn er frá bringubeini niður undir nára, spurning hvað þeir komust langt áður en hann vaknaði ?....


mbl.is Vaknaði á krufningarborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bjóst hann við góðum borgara ?

McDonalds borgarar eru ALLTAF vondir, og þeir standast ALDREI heilbrigðiskröfur.
hvort hamborgarinn innihaldi meira salt en venjulega er aukaatriði, hvað er mikið af skordýrum, eiturefnum, sterum og dýrahormónum, þungmálmum og ýmsu öðru heilsuspillandi í hamborgurunum þeirra ?

að það bætist smá salt í borgarann gerir hann bara hollari ef eithvað er, það nær þó að binda eithvað af þessum eiturefnum þannig að líkaminn nýtir þau ekki ;)


mbl.is Í fangelsi fyrir of saltan hamborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endur fyrir löngu...

hvenær ætla blaðamenn að læra að lesa yfir það sem þeir skrifa ?

ég rak augun í fyrirsögnina "Endur í raðhúsi í Njarðvík" og bjóst við að sjá frétt um einhvern sem hefði endur í garðinum hjá sér eða eithvað þessháttar.

í staðin fjallar fréttin um að kviknað hafi í húsi í Njarðvík, og engar endur komu við sögu í þessum bruna, nema einhver hafi hreinlega staðið á greyið öndinni í öllum reyknum sem myndaðist í brunanum...


mbl.is Eldur í raðhúsi í Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kunna fréttamenn ekki ensku ?

í fréttinni frá Reuters segir að fellibylurinn sé af styrk 4. en í íslensku fréttinni þá er hann búinn að ná hámarksstyrk og sé flokkaður sem styrkleiki 5.

ef fræettamenn ætla að bulla svona í fréttunum sínum þá er lágmark að sleppa því að setja inn Reuters Video sem segir allt annað en það sem þeir eru að bulla.

ég mæli með því að fréttamenn verði gerðir ábyrgir fyrir skrifum sínum með því að hýrudraga þá fyrir hverja frétt sem þeir þýða vitlaust, nota slæmt málfar, eða stafsetja vitlaust.

og hýrudraga þá sem nemur viku launum fyrir hverja svoleiðis frétt, þannig væri möguleiki að við fáum fréttablað sem hægt er að lesa án þess að þurfa að skammast yfir málfari, stafsetningu eða rangfærslum fréttamanna.

eftir að hafa lesið í gegnum Morgunblaðið, Fréttablaðið og Blaðið þá man ég ekki eftir innihaldi neinnar fréttar, ég man hinsvegar eftir mörgum staðreyndarvillum, stafsetningarvillum, málfræðivillum og svo nokkrum tilvikum að einbeittum brotavilja fréttamanna þar sem þeir hreinlega búa til frétt sem á enga stoð í raunveruleikanum.

hvernig væri að fara fram á að þeir sem skrifa texta í blöðin hafi að lágmarki fengið 9 í einkunn í öllum þeim íslenskuáföngum sem þeir hafa lokið í frammhaldsskóla og grunnskóla, og að þeir hafi lokið að minnstakosti stúdentsprófi.


mbl.is Fellibylurinn Felix hefur náð hámarksstyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sumarbústaður

nú er ég farinn í bústaðinn, veðurspáin góð og frítt í veiði og golf, þetta á eftir að verða góð helgi ;)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
get allt, veit allt, lykta miklu betur heldur en fúll á móti ;)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband